Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   lau 01. júní 2024 14:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hrósar Brynjari Birni fyrir að segja hlutina nákvæmlega eins og þeir eru
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Brynjar Björn Gunnarsson var rekinn úr starfi sem þjálfari Grindavíkur í gær eftir jafntefli gegn Keflavík.

Brynjar sagði sjálfur frá því í viðtali við 433.is að ástæðan hafi verið sú að hann valdi ekki leikmann í leikmannahópinn sem er sonur manns sem er háttsettur í stjórn félagsins.

Um er að ræða Lárus Orra Ólafsson (2006) en hann var í liðsstjórn Grindavíkur gegn Gróttu í 4. umferð. Lárus er sonur Ólafs Más Sigurðssonar sem er meðstjórnandi í stjórn Grindavíkur.


Óskar Smári Haraldsson þjálfari kvennaliðs Fram hrósaði Brynjari áa X fyrir að opna sig með þetta mál.

„Örugglega gaman fyrir næsta mfl kk þjálfara Grindavíkur að meiga bara velja 17 leikmenn í hopinn sinn þar sem eitt pláss er frátekið fyrir son háttsettan stjórnarmann. Cant make this Shit up," skrifaði Óskar.

„Að því sögðu - risa hrós á Brynjar Björn að segja hlutina nákvæmlega eins og þeir eru. Þetta er eitt það al islenskasta að hentisemi og frekja utanaðkomandi aðila verði til þess að menn fái samtalið eða mögulega stígvélið. Ótrúlegt að þetta sé ennþá bara staðan árið 2024," bætti hann síðan við.


Útvarpsþátturinn - Sérfræðingurinn Sævar Atli og fjármálaskýrsla
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 8 6 1 1 19 - 8 +11 19
2.    Fjölnir 8 5 2 1 15 - 10 +5 17
3.    ÍBV 8 3 4 1 16 - 10 +6 13
4.    Afturelding 8 3 2 3 11 - 16 -5 11
5.    Keflavík 8 2 4 2 13 - 7 +6 10
6.    Grindavík 7 2 4 1 14 - 12 +2 10
7.    Grótta 8 2 4 2 13 - 15 -2 10
8.    ÍR 8 2 3 3 9 - 15 -6 9
9.    Dalvík/Reynir 8 1 4 3 10 - 14 -4 7
10.    Þróttur R. 8 1 3 4 12 - 13 -1 6
11.    Þór 7 1 3 3 9 - 13 -4 6
12.    Leiknir R. 8 2 0 6 9 - 17 -8 6
Athugasemdir
banner
banner