Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 01. júlí 2021 10:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Staðfesta frestun á leik Fylkis og HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær var greint frá því að leikmaður Fylkis hefði greinst smitaður af covid-19 veirunni.

Í kringum fimmtán aðilar hjá félaginu fara í sóttkví og nú hefur KSÍ staðfest að leik Fylkis og HK sem átti að fara fram á sunnudag verði frestað.

Hluti af leikmönnum Fylkis hefur fulla bólusetningu og þarf því ekki að fara í sóttkví, þeir sem fara í sóttkví verða fram á þriðjudag og fara síðan í próf.

Þegar þetta er skrifað hefur ekki verið tilkynnt hvenær sá leikur fer fram.

Næstu leikir:
fimmtudagur 1. júlí
19:15 Valur-FH (Origo völlurinn)

laugardagur 3. júlí
14:00 Stjarnan-Keflavík (Samsungvöllurinn)
14:00 Breiðablik-Leiknir R. (Kópavogsvöllur)

sunnudagur 4. júlí
FRESTAÐ Fylkir-HK (Würth völlurinn)

mánudagur 5. júlí
19:15 Víkingur R.-ÍA (Víkingsvöllur)
19:15 KA-KR (Dalvíkurvöllur)
Athugasemdir
banner
banner