fös 01. júlí 2022 08:35
Elvar Geir Magnússon
Richarlison orðinn leikmaður Tottenham (Staðfest)
Richarlison er kominn til Tottenham.
Richarlison er kominn til Tottenham.
Mynd: Tottenham
Tottenham hefur tilkynnt um kaup á brasilíska sóknarleikmanninum Richarlison frá Everton, hann hefur gert fimm ára samning. Kaupverðið er 50 milljónir punda en gæti hækkað upp í 60 með ákvæðum.

Þessi 25 ára leikmaður skoraði tíu mörk og átti fimm stoðsendingar þegar hann hjálpaði Everton að forðast fall á síðasta tímabili.

Hann skoraði 43 mörk í 135 deildarleikjum fyrir Everton eftir að hann kom frá Watford í júlí 2018. Watford keypti Richarlison fyrir 11,5 milljónir punda frá Fluminense í Brasilíu 2017.

Richarluson endaði sem markahæsti leikmaður Everton fyrstu tvö tímabil sín hjá félaginu. Hann lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Brasilíu í september 2018 og hefur síðan leikið alls 36 landsleiki og skorað 14 mörk.

Hann var með Brasilíu á Copa America í fyrra og skoraði í úrslitaleiknum þegar þjóðin vann keppnina í fyrsta sinn síðan 2007. Þá spilaði hann einnig á Ólympíuleikunum í Tókýó og var markahæstur þegar Brasilía vann gullið.

Tottenham tryggði sér Meistaradeildarsæti og hefur þegar fengið til sín enska markvörðinn Fraser Forster á frjálsri sölu frá Southampton en honum er ætlað að vera varamarkvörður.


Athugasemdir
banner
banner
banner