Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 01. júlí 2025 13:02
Elvar Geir Magnússon
Jón Daði skrifaði undir við Selfoss út 2027 (Staðfest)
Lengjudeildin
Við undirskriftina.
Við undirskriftina.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Jón Daði Böðvarsson hefur verið kynntur sem nýr leikmaður Selfoss í Lengjudeildinni en nú stendur yfir fréttamannafundur á veitingastaðnum MAR Seafood í Miðbænum á Selfossi.

Selfoss er nýliði í Lengjudeildinni og er sem stendur í ellefta sæti, fallsæti, eftir tíu umferðir.

Fréttatilkynning frá Selfossi:
Jón Daði er kominn heim!

Jón Daði Böðvarsson er genginn í raðir Selfoss á nýjan leik en hann undirritaði samning við knattspyrnudeild Selfoss sem gildir út tímabilið 2027 í morgun.

Jón þarf ekki að kynna fyrir neinum en hann hefur leikið sem atvinnumaður í knattspyrnu frá árinu 2012 þegar hann var keyptur til norska liðsins Viking FK frá Selfossi. Árið 2016 gekk hann í raðir þýska félagsins Kaiserslautern áður en hann fluttist til Englands þar sem hann hefur verið frá árinu 2016. Þar lék hann með Wolves, Reading, Milwall, Bolton, Wrexham og nú síðast Burton Albion.

Jón Daði á að baki glæstan landsliðsferil en hann hefur leikið 64 leiki fyrir A-landslið Íslands auk fjölda leikja fyrir yngri landsliðin. Hann skoraði eftirminnilega ansi mikilvægt mark fyrir Ísland á Stade de France gegn Austurríki á EM 2016 í 2-1 sigri þegar liðið tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum mótsins.

Jón er Selfyssingur og lék upp alla yngri flokka með félaginu. Hann steig sín fyrstu skref með meistaraflokknum sumarið 2008. Hann lék síðan stórt hlutverk í liðinu tímabilið 2010 þegar liðið spilaði í fyrsta skipti í efstu deild, þá Pepsi-deild karla. Sömu sögu var að segja sumarið 2012 þegar liðið spilaði einnig í efstu deild.

Jón fær leikheimild þann 17. júlí þegar félagsskiptaglugginn opnar.

Vertu velkominn heim Jón!


Athugasemdir
banner
banner