Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fim 01. ágúst 2024 10:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fabrizio Romano: Fiorentina reynir aftur að fá Albert
Mynd: Genoa
Ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano fjallar í dag um áhuga Fiorentina á Alberti Guðmundssyni. Albert er leikmaður Genoa.

Hann segir að Fiorentina sé aftur að reyna fá Albert í sínar raðir en Fiorentina var það félag sem var hvað næst því að fá Albert til sín í janúar.

Nicolo Gonzalez, kantmaður Fiorentina, er skotmark Juventus og möguleg sala á honum gæti losnað um fjármagn fyrir Fiorentina til að landa Alberti.

Hann segir að Fiorentina íhugi að leggja fram annað tilboð í íslenska sóknarmanninn.

Romano vísar í annan ítalskan blaðamann, Matteo Moretto, sem segir stöðug samskipti vera á milli Fiorentina og Genoa og það sé bjartsýni á því að kaupin geti gengið í gegn í sumar.

Albert átti frábært tímabil með Genoa í fyrra og hefur verið orðaður við félög á Ítalíu í sumar sem og þýsk og ensk félög.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner