Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
   fim 01. ágúst 2024 18:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Með gæsahúð alla Skarðshlíðarbrekkuna - „Kominn heim í Hamar heim"
Mættur heim.
Mættur heim.
Mynd: Þór
Úr leik árið 2006.
Úr leik árið 2006.
Mynd: Pedrómyndir - Þórir Tryggvason
Aron kynntur inn.
Aron kynntur inn.
Mynd: Skapti Hallgrímsson/Akureyri.net
„Ég fékk gæsahúð þegar ég var að keyra hérna upp eftir áðan. Við búum hérna niður frá í Lönguhlíðinni. Það er ekki langt að fara en ég var með gæsahúð alla Skarðshlíðarbrekkuna. Ég er mjög stoltur og ánægður að vera kominn heim," sagi Aron Einar Gunnarsson á fréttamannafundi í Hamri í dag.

Átján árum seinna er Aron Einar aftur mættur í uppeldisfélagið sitt, Þór. Hann var seldur til AZ Alkmaar í Hollandi árið 2006 og hefur spilað sem atvinnumaður allar götur síðan. Hann var kynntur í dag og var húsfyllir.

„Það var gæsahúðartilfinning að sjá alla þessa Þórsara sem komu á svæðið til að upplifa þetta móment saman. Þetta hefur alltaf verið planið, að koma heim, hvenær sem það myndi gerast. Það var núna, mér fannst þetta rétta augnablikið," sagði Aron Einar við Fótbolta.net í dag.

Það var mikil stemning í félagsheimili Þórsara þegar Aron var kynntur, Dóri Ká kynnti Aron inn í salinn með stæl.

„Þetta var geðveikt. Ég er virkilega ánægður að vera kominn í mitt félag. Þetta er minn klúbbur og ég get ekki beðið eftir því að byrja. Ég spurði Sigga (þjálfara) áðan hvort það væri æfing á morgun. Mér líður þannig. Ég er spenntur að taka þátt í þessu. Ég er spenntur að koma mér í gang, spila fyrir mitt félag og vonandi standa mig það vel að ég geti farið út á lán og verið úti í vetur, komið svo heim og klárað ferilinn með Þór á næsta tímabili."

Hásinin hefur verið að plaga Aron upp á síðkastið en honum líður eins og það sé allt að koma til. „Vonandi get ég tekið þátt í eins mörgum leikjum og ég get fyrir Þór og svo sjáum við hvað gerist í framhaldinu."

Draumar Arons eru á þá leið að hann geti hjálpað liðinu að snúa genginu við og hjálpi því að komast í umspilssæti. Hann haldi þá erlendis í lok félagaskiptagluggans í Evrópu, 9. september, og taki veturinn þar til að geta einnig haldið landsliðsferlinum gangandi.

„Þannig er planið, það yrði draumastaða. Vonandi verður liðið í séns á að komast upp í deild þeirra bestu. Þórsararnir vita það, og eiga hrós skilið fyrir að taka það samtal heiðarlega, að þeir eru líka að hjálpa mér. Ég nefndi það strax frá byrjun (að mig langar að taka eitt tímabil úti)."

Þór á sex leiki fram að því að félagaskiptaglugginn í Evrópu lokar. Alls eru sjö leikir eftir af tímabilinu og við tekur umspil ef allt gengur að óskum á endasprettinum hjá Þórsurum.

Aron skrifar undir tveggja ára samning við Þór. Hann segir að það hafi aldrei neitt annað félag komið til greina á Íslandi.

„Það hefur aldrei verið neitt annað í huganum mínum, hef aldrei gefið séns á því heldur. Það hefur alltaf bara verið að koma heim í Hamar heim."

„Ég ólst upp hérna og svona vil ég hafa þetta. Aðstaðan er kannski ekkert frábær, en hún er góð. Ekkert hægt að kvarta yfir henni. Við erum með innanhússaðstöðu, góðan völl, félagsheimili og líkamsrækt. Hvað vilja menn meira? Þú ert að fara fram á svolítið mikið ef þú ert að fara fram á eitthvað annað. Ég er mjög ánægður að þetta hefur lítið breyst. Maður fær alltaf tilfinninguna að maður sé kominn heim þegar maður kemur hérna. Mér leið núna eins og ég væri að koma heim,
sagði Aron Einar.

Aron er opinn fyrir því að spila bæði miðvörð og djúpan miðjumann. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner