Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
banner
   fim 01. ágúst 2024 18:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Með gæsahúð alla Skarðshlíðarbrekkuna - „Kominn heim í Hamar heim"
Mættur heim.
Mættur heim.
Mynd: Þór
Úr leik árið 2006.
Úr leik árið 2006.
Mynd: Pedrómyndir - Þórir Tryggvason
Aron kynntur inn.
Aron kynntur inn.
Mynd: Skapti Hallgrímsson/Akureyri.net
„Ég fékk gæsahúð þegar ég var að keyra hérna upp eftir áðan. Við búum hérna niður frá í Lönguhlíðinni. Það er ekki langt að fara en ég var með gæsahúð alla Skarðshlíðarbrekkuna. Ég er mjög stoltur og ánægður að vera kominn heim," sagi Aron Einar Gunnarsson á fréttamannafundi í Hamri í dag.

Átján árum seinna er Aron Einar aftur mættur í uppeldisfélagið sitt, Þór. Hann var seldur til AZ Alkmaar í Hollandi árið 2006 og hefur spilað sem atvinnumaður allar götur síðan. Hann var kynntur í dag og var húsfyllir.

„Það var gæsahúðartilfinning að sjá alla þessa Þórsara sem komu á svæðið til að upplifa þetta móment saman. Þetta hefur alltaf verið planið, að koma heim, hvenær sem það myndi gerast. Það var núna, mér fannst þetta rétta augnablikið," sagði Aron Einar við Fótbolta.net í dag.

Það var mikil stemning í félagsheimili Þórsara þegar Aron var kynntur, Dóri Ká kynnti Aron inn í salinn með stæl.

„Þetta var geðveikt. Ég er virkilega ánægður að vera kominn í mitt félag. Þetta er minn klúbbur og ég get ekki beðið eftir því að byrja. Ég spurði Sigga (þjálfara) áðan hvort það væri æfing á morgun. Mér líður þannig. Ég er spenntur að taka þátt í þessu. Ég er spenntur að koma mér í gang, spila fyrir mitt félag og vonandi standa mig það vel að ég geti farið út á lán og verið úti í vetur, komið svo heim og klárað ferilinn með Þór á næsta tímabili."

Hásinin hefur verið að plaga Aron upp á síðkastið en honum líður eins og það sé allt að koma til. „Vonandi get ég tekið þátt í eins mörgum leikjum og ég get fyrir Þór og svo sjáum við hvað gerist í framhaldinu."

Draumar Arons eru á þá leið að hann geti hjálpað liðinu að snúa genginu við og hjálpi því að komast í umspilssæti. Hann haldi þá erlendis í lok félagaskiptagluggans í Evrópu, 9. september, og taki veturinn þar til að geta einnig haldið landsliðsferlinum gangandi.

„Þannig er planið, það yrði draumastaða. Vonandi verður liðið í séns á að komast upp í deild þeirra bestu. Þórsararnir vita það, og eiga hrós skilið fyrir að taka það samtal heiðarlega, að þeir eru líka að hjálpa mér. Ég nefndi það strax frá byrjun (að mig langar að taka eitt tímabil úti)."

Þór á sex leiki fram að því að félagaskiptaglugginn í Evrópu lokar. Alls eru sjö leikir eftir af tímabilinu og við tekur umspil ef allt gengur að óskum á endasprettinum hjá Þórsurum.

Aron skrifar undir tveggja ára samning við Þór. Hann segir að það hafi aldrei neitt annað félag komið til greina á Íslandi.

„Það hefur aldrei verið neitt annað í huganum mínum, hef aldrei gefið séns á því heldur. Það hefur alltaf bara verið að koma heim í Hamar heim."

„Ég ólst upp hérna og svona vil ég hafa þetta. Aðstaðan er kannski ekkert frábær, en hún er góð. Ekkert hægt að kvarta yfir henni. Við erum með innanhússaðstöðu, góðan völl, félagsheimili og líkamsrækt. Hvað vilja menn meira? Þú ert að fara fram á svolítið mikið ef þú ert að fara fram á eitthvað annað. Ég er mjög ánægður að þetta hefur lítið breyst. Maður fær alltaf tilfinninguna að maður sé kominn heim þegar maður kemur hérna. Mér leið núna eins og ég væri að koma heim,
sagði Aron Einar.

Aron er opinn fyrir því að spila bæði miðvörð og djúpan miðjumann. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner