Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fim 02. janúar 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Írskur sóknarmaður í Ægi (Staðfest)
Mynd: Ægir
Ægir krækti á dögunum í sóknarmanninn Jordan Adeyemo en hann kemur frá Írlandi.

Adeyemo er 24 ára gamall leikmaður sem er fæddur og uppalinn á Írlandi.

Hann hefur spilað allan sinn feril í efstu og næst efstu deild þar og spilaði nú síðast með Longford Town sem leikur í B-deildinni. Hann skoraði 10 mörk í 28 leikjum með liðinu á síðustu leiktíð.

Jordan kíkti í stutta heimsókn til Íslands fyrir jólin og skoðaði aðstæður hjá Ægi ásamt því að æfa með liðinu áður en hann skrifaði undir samning sem gildir út næsta tímabil.

Ægir leikur í 2. deild og hafnaði í áttunda sæti á síðasta tímabili með 25 stig.
Athugasemdir
banner
banner