Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
banner
   lau 31. janúar 2026 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bandarískur miðjumaður í Þrótt (Staðfest) - Ætlar að vinna titil
Kvenaboltinn
Mynd: Þróttur
Þróttur R. var að krækja í bandarískan miðjumann fyrir komandi átök í Bestu deild kvenna.

Maddie Ditta er 22 ára varnartengiliður sem var í algjöru lykilhlutverki í háskólaliði Montana í Bandaríkjunum og var meðal annars vítaskytta liðsins.

Þróttur átti mjög gott tímabil í Bestu deildinni í fyrra og endaði í þriðja sæti með 48 stig úr 23 umferðum, átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks.

„Ég er rosalega spennt fyrir að spila og vinna titil með Þrótti. LIFI!" sagði Ditta í stuttu myndskeiði á Instagram.



Athugasemdir
banner
banner