Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
banner
   fös 30. janúar 2026 21:58
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Þrjár vítaspyrnur á Ólympíuleikvanginum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Lazio 3 - 2 Genoa
1-0 Pedro ('56 , víti)
2-0 Kenneth Taylor ('62 )
2-1 Ruslan Malinovskyi ('67 , víti)
2-2 Vitinha ('75 )
3-2 Danilo Cataldi ('99 , víti)

Lazio og Genoa áttust við í fyrsta leik helgarinnar í efstu deild ítalska boltans og var fyrri hálfleikurinn tíðindalítill. Mikael Egill Ellertsson byrjaði á miðjunni hjá Genoa og lék allan leikinn.

Staðan var markalaus í leikhlé en hinn 38 ára gamli Pedro náði forystunni fyrir heimamenn með marki úr vítaspyrnu á 56. mínútu eftir að dæmd hafði verið hendi á varnarmann Genoa.

Dómarinn dæmdi upprunalega hornspyrnu en breytti ákvörðun sinni eftir að hafa verið sendur í skjáinn. Varnarmaður Genoa gat ekkert gert til að færa höndina frá en hún var ekki uppvið líkamann og því vítaspyrna dæmd.

Kenneth Taylor, sem var keyptur til Lazio fyrr í janúar, skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið skömmu síðar til að tvöfalda forystuna. Aftur var Isaksen aðalmaðurinn þar sem hann nýtti sér slæm mistök í vörn Genoa til að komast innfyrir áður en hann lagði boltann út í teiginn á Taylor, sem var einn á auðum sjó og gerði vel að klára með marki.

Gestirnir frá Genúa vöknuðu heldur betur til lífsins eftir þetta og náðu að jafna muninn. Fyrst skoraði Ruslan Malinovskyi af vítapunktinum eftir að hendi var dæmd innan vítateigs og aftur var dómarinn sendur í skjáinn til að breyta dómi sínum eftir að hafa misst af atvikinu í rauntíma. Síðan jafnaði Vitinha metin af stuttu færi þegar boltinn datt fyrir lappir hans eftir stórsókn gestanna.

Staðan hélst 2-2 allt þar til seint í uppbótartímanum. Leikurinn virtist stefna í sanngjarnt jafntefli þegar enn einn vítaspyrnudómurinn leit dagsins ljós. Luca Zufferli dómari var sendur í skjáinn í þriðja sinn og aftur reyndist hann sammála kollegum sínum í VAR-herberginu. Vítaspyrna dæmd og skoraði Danilo Cataldi af punktinum.

Lokatölur 3-2 og er Lazio í áttunda sæti með 32 stig eftir 23 umferðir. Genoa er með 23 stig, sex stigum fyrir ofan fallsvæðið.


Smelltu hér til að kaupa áskrift að Livey

Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 22 17 1 4 50 19 +31 52
2 Milan 22 13 8 1 35 17 +18 47
3 Roma 22 14 1 7 27 13 +14 43
4 Napoli 22 13 4 5 31 20 +11 43
5 Juventus 22 12 6 4 35 17 +18 42
6 Como 22 11 7 4 37 16 +21 40
7 Atalanta 22 9 8 5 30 20 +10 35
8 Lazio 23 8 8 7 24 21 +3 32
9 Bologna 22 8 6 8 32 27 +5 30
10 Udinese 22 8 5 9 25 34 -9 29
11 Sassuolo 22 7 5 10 24 28 -4 26
12 Cagliari 22 6 7 9 24 31 -7 25
13 Genoa 23 5 8 10 27 34 -7 23
14 Cremonese 22 5 8 9 20 29 -9 23
15 Parma 22 5 8 9 14 26 -12 23
16 Torino 22 6 5 11 21 40 -19 23
17 Lecce 22 4 6 12 13 29 -16 18
18 Fiorentina 22 3 8 11 24 34 -10 17
19 Pisa 22 1 11 10 18 37 -19 14
20 Verona 22 2 8 12 18 37 -19 14
Athugasemdir
banner
banner
banner