Espanyol 1 - 2 Alaves
1-0 Roberto Fernandez ('15 )
1-1 Antonio Blanco ('27 )
1-2 Lucas Boye ('71 )
1-0 Roberto Fernandez ('15 )
1-1 Antonio Blanco ('27 )
1-2 Lucas Boye ('71 )
Espanyol og Alavés áttust við í fyrsta leik helgarinnar í spænska boltanum og tóku heimamenn forystuna á fimmtándu mínútu þegar Roberto Fernández kláraði góða sókn með skallamarki.
Gestirnir voru grimmir og náðu jöfnunarmarki á 27. mínútu þegar Antonio Blanco skoraði með skoti við vítateigslínuna eftir að boltinn barst til hans í kjölfar aukaspyrnu.
Leikurinn var nokkuð jafn og hélst staðan jöfn allt þar til á 71. mínútu, þegar Lucas Boyé skoraði eftir slæm varnarmistök hjá heimamönnum. Toni Martínez gerði mjög vel að pressa á varnarmann Espanyol sem gerði mistökin og koma boltanum strax á Boyé sem skoraði úr auðveldu færi.
Espanyol tókst ekki að skapa hættuleg færi svo lokatölur urðu 1-2 og heldur hrikalegt gengi Espanyol áfram á nýju ári.
Liðið virtist ætla að vera spútnik lið deildarinnar og var í meistaradeildarbaráttu en er núna búið að tapa fjórum deildarleikjum og gera eitt jafntefli í síðustu fimm.
Espanyol er í fimmta sæti með 34 stig eftir 22 umferðir. Þetta er annar sigur Alavés í röð og er liðið með 25 stig, fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Athugasemdir




