Franski miðvörðurinn Jérémy Jacquet er mjög spenntur fyrir því að ganga til liðs við Chelsea og hefur greint stjórnendum Rennes frá því.
Rennes hefur hingað til ekki viljað selja Jacquet í vetrarglugganum en leikmaðurinn ætlar að reyna að sannfæra félagið um að leyfa sér að fara áður en sumarið ber að garði.
Chelsea og Rennes eru í viðræðum þessa dagana en bæði lið eiga leiki í deildarkeppnum á morgun. Eftir leikslok geta félögin reynt að ljúka viðræðunum en það er ekki mikill tími til stefnu þar sem glugginn lokar á mánudagskvöldið.
Jacquet, sem er einnig eftirsóttur af FC Bayern, er aðeins 20 ára gamall og hefur verið mikilvægur hlekkur upp yngri landslið Frakklands.
Rennes vill fá um 65 til 70 milljónir evra fyrir Jacquet og hafnaði 50 milljón evra boði Chelsea fyrr í janúar.
Athugasemdir



