Thelma Karen Pálmadóttir var í byrjunarliði BK Häcken sem spilaði við Nordsjælland í æfingaleik í dag.
Häcken komst í þriggja marka forystu og vann að lokum 2-4 þar sem Thelma Karen skoraði annað mark leiksins.
Þetta er fyrsta markið sem Thelma skorar frá komu sinni til Häcken en hún var í lykilhlutverki hjá FH í fyrra.
Fanney Inga Birkisdóttir var í markinu hjá Häcken og er hin bráðefnilega Rebekka Sif Brynjarsdóttir á mála hjá Nordsjælland og byrjaði á bekknum í dag.
Hafrún Rakel Halldórsdóttir var þá í byrjunarliði Bröndby og skoraði eina markið í æfingaleik gegn Brann.
Hafrún skoraði snemma leiks en Brann tókst ekki að jafna metin. Diljá Ýr Zomers er samningsbundin Brann.
Nordsjælland 2 - 4 Hacken
0-1 F. Schröder ('1)
0-2 Thelma Karen Pálmadóttir ('17)
0-3 F. Schröder ('33)
1-3 P. Marfo ('46)
2-3 P. Marfo ('51)
2-4 N. Akgun ('100)
Bröndby 1 - 0 Brann
1-0 Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('3)
Athugasemdir




