Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
banner
   fös 30. janúar 2026 19:36
Ívan Guðjón Baldursson
Félix og Ronaldo í stuði - Lacazette skoraði
Mynd: Al-Nassr
Mynd: EPA
Það fóru þrír leikir fram í efstu deild í Sádi-Arabíu í dag þar sem Cristiano Ronaldo skoraði fyrsta mark leiksins í þægilegum sigri Al-Nassr gegn Al-Kholood.

Staðan var markalaus í leikhlé en Joao Félix var í stuði og lagði fyrstu tvö mörk leiksins upp í upphafi síðari hálfleiks.

Fyrst skoraði Ronaldo áður en Mohamed Simakan tvöfaldaði forystuna. Staðan hélst 0-2 þar til á lokamínútunum þegar Kingsley Coman innsiglaði sigurinn með þriðja og síðasta markinu.

Al-Nassr er í öðru sæti með 43 stig eftir 18 umferðir, þremur stigum á eftir toppliði Al-Hilal.

Saïd Benrahma átti þá stoðsendingu og skoraði Alexandre Lacazette úr vítaspyrnu í auðveldum sigri hjá Neom SC gegn Damac. Neom er um miðja deild með 24 stig eftir 18 umferðir.

Spútnik lið Al-Taawon vann að lokum heimaleik gegn fallbaráttuliði Al-Okhdood. Al-Taawon er í fimmta sæti með 38 stig, fimm stigum frá meistaradeildarsæti.

Al-Kholood 0 - 3 Al-Nassr
0-1 Cristiano Ronaldo ('47)
0-2 Mohamed Simakan ('53)
0-3 Kingsley Coman ('87)
Rautt spjald: Hattan Bahebri, Al-Kholood ('72)

Neom 3 - 0 Damac
1-0 Nathan Zeze ('23)
2-0 Alexandre Lacazette ('45+1)
3-0 Amadou Kone ('92)

Al-Taawon 1 - 0 Al-Okhdood
1-0 Mohammed Al-Qahtani ('58)
Athugasemdir
banner