Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
   fös 30. janúar 2026 21:36
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Ibrahim með sigurmark Stjörnunnar
Mynd: Stjarnan
Stjarnan 2 - 1 Keflavík
1-0 Emil Atlason ('8)
2-0 Ibrahim Turay ('41)
2-1 Edon Osmani ('74)
Rautt spjald: Frans Elvarsson, Keflavík ('88)

Stjarnan tók á móti Keflavík í eina leik kvöldsins í Lengjubikarnum og náði Emil Atlason forystunni snemma leiks í Miðgarði.

Ibrahim Turay, miðjumaður frá Síerra Leóne sem flutti í Garðabæinn fyrr í janúar, tvöfaldaði forystuna fyrir leikhlé. Hann hefur verið öflugur á fyrstu vikunum sínum á Íslandi.

Edon Osmani minnkaði muninn fyrir uppeldisfélagið sitt en nær komust Keflvíkingar ekki. Það hjálpaði ekki þegar Frans Elvarsson var rekinn af velli með tvö gul spjöld á 88. mínútu.

Lokatölur 2-1 fyrir Stjörnuna en liðin voru að mætast í fyrstu umferð Lengjubikarsins.
Athugasemdir
banner
banner