Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
banner
   lau 31. janúar 2026 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Vilja framherja Torino aftur í úrvalsdeildina
Mynd: EPA
Wolves vermir botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar og virðist vera að selja framherjann Jörgen Strand Larsen úr sínum röðum á lokadögum janúargluggans.

Úlfarnir þurfa því helst að fá inn nýjan sóknarmann til að fylla í skarðið og eru þeir í viðræðum við ítalska félagið Torino um kaup á Ché Adams.

Hinn 29 ára gamli Adams hefur komið að 6 mörkum í 24 leikjum á tímabilinu og er með eitt og hálft ár eftir af samningi. Hann er byrjunarliðsmaður hjá Torino en félagið er tilbúið að selja hann fyrir rétt verð.

Adams þekkir vel til í enska boltanum þar sem hann lék 124 leiki með Southampton í úrvalsdeildinni og skoraði í þeim 25 mörk.

   30.01.2026 15:38
Strand Larsen með Úlfunum á morgun - Algjör óvissa varðandi framtíð hans


Smelltu hér til að kaupa áskrift að Livey

Athugasemdir
banner
banner
banner