Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
   fös 30. janúar 2026 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mateta spenntur fyrir Milan
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Jean-Philippe Mateta er afar eftirsóttur þessa dagana og hefur hann gert stjórnendum Crystal Palace ljóst að hann vill vera seldur til AC Milan eftir að ítalska stórveldið bauð 35 milljónir punda í hann.

Milan er eitt af nokkrum félögum sem eru áhugasöm um Mateta en Nottingham Forest er einnig búið að bjóða í hann. Palace er eingöngu tilbúið að selja Mateta ef leikmaður finnst til að fylla í skarðið og gæti sá maður verið Jörgen Strand Larsen.

Það er þó ekki mikill tími til stefnu og því þurfa félögin að hafa hraðar hendur.

Milan er í titilbaráttu í Serie A og vill Mateta skipta til félagsins til að auka líkurnar sínar á að komast í lokahóp franska landsliðsins fyrir HM í Norður-Ameríku. Hann er 28 ára gamall og hefur skorað tvö mörk í þremur landsleikjum.

Hann er með 10 mörk í 34 leikjum með Crystal Palace á tímabilinu og innan við eitt og hálft ár eftir af samningi.

   30.01.2026 14:27
Mateta utan hóps - „Hausinn er ekki á réttum stað“


Smelltu hér til að kaupa áskrift að Livey

Athugasemdir
banner