Máni Dalstein Ingimarsson er kominn aftur heim til Dalvíkur/Reynis og gerir tveggja ára samning við uppeldisfélagið.
Máni frá Skeiði hefur undanfarin ár leikið með yngri flokkum KA og fengið að spreyta sig í einum leik með meistaraflokki í Lengjubikarnum.
Fyrir tveimur árum lék hann fimm leiki með Dalvík/Reyni í Lengjubikarnum og snýr nú aftur til að spila með meistaraflokki í 2. deild.
Máni er stór og stæðilegur varnarmaður fæddur 2006.
„Við fögnum því að fá stóra og sterka sveitastráka heim og hlökkum til að sjá hann í D/R treyjunni í sumar," segir meðal annars í tilkynningu frá Dalvíkingum.
Athugasemdir




