Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   fim 02. mars 2017 08:30
Magnús Már Einarsson
Sandra María ekki brotin
Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra María Jessen er óbrotin en þetta kom í ljós í skoðun á sjúkrahúsi eftir leik Íslands og Noregs í Algarve mótinu í gærkvöldi.

Þetta staðfesti Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, í samtali við Fótbolta.net.

Ekki er hins vegar komin niðurstaða á áverkum á liðbandi og krossbandi í hné. Það kemur líklega í ljós í dag hvort áverkar séu þar og þá hversu alvarlegir þeir eru.

Sandra María, sem leikur með Þór/KA, var borin af velli í fyrri hálfleik í 1-1 jafnteflinu í gærkvöldi eftir samstuð.

Samstuðið leit illa út eins og sjá má á myndbandi RÚV hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner