Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fim 02. apríl 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Adam Arnarson (Tromsö)
Mynd: Adam Örn Arnarson
Davíð Kristján Ólafsson
Davíð Kristján Ólafsson
Mynd: Davíð Kristján Ólafsson
Aymeric Laporte í leik gegn íslenska U21.
Aymeric Laporte í leik gegn íslenska U21.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Sigurjónsson.
Oliver Sigurjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Niklas Sule.
Niklas Sule.
Mynd: Getty Images
Ósvald Jarl Traustason.
Ósvald Jarl Traustason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adam er hægri bakvörður sem gekk í vetur í raðir norksa félagsins Tromsö eftir ár hjá pólska félaginu Gornik Z.

Adam, sem er uppalinn hjá Breiðabliki, var í viðtali við Fótbolta.net fyrr í vetur þar sem staðan var tekin á honum hjá Gornik. Í dag segir hann frá hinni hliðinni sinni.

Adam Örn: Ekki nógu sáttur með stöðu mína hjá félaginu (Gornik Z.)

Fullt nafn: Adam Örn Arnarson

Gælunafn: Adam

Aldur: 24

Hjúskaparstaða: Einhleypur

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Árið 2012 á móti Grindavik í pepsi

Uppáhalds drykkur: Kaffi

Uppáhalds matsölustaður: Haninn

Hvernig bíl áttu: Er ekki kominn með bíl í tromsö en það er Yaris á leiðinni

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The Office og Peaky

Uppáhalds tónlistarmaður: Fíla allt en gefum Bubba þetta því hann er kóngurinn

Fyndnasti Íslendingurinn: Sveppi by a mile

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, þrist og random pick

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Koddu in game

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: HK og Stjörnunni

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Niklas Sule í u17. Hef ekki séð stærra barn.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Úlfar Hinriks

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Sennilega Oliver Sigurjóns á sparkvellinum

Sætasti sigurinn: Það var ekki leiðinlegt að vinna Frakka 3-2 heima í U21 og heyra Laporte grenja í viðtali eftir leikinn

Mestu vonbrigðin: Komast ekki á lokamót U21 og að falla með Álasundi, það meikaði ekki sense

Uppáhalds lið í enska: Liverpool samfélagið

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Myndi taka franskarnar af Ingiberg Ólafi Jónssyni og fá hann til Tromsö

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Kristian Hlynsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Instagrammið hjá Viktori Karli er metnaðafullt

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Litla systir mín

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi by far

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ekki í mínu liði en Davíð Kristján Ólafsson fær þetta

Uppáhalds staður á Íslandi: Smárahverfið

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Sennilega þegar ég fékk rautt í lok leiks í 1-0 sigri á móti Bodo/Glimt fyrsta seasonið mitt og klappaði á Álasunds merkið fyrir framan stuðningsmennina þeirra á leiðinni útaf eins og ég væri búinn að spila fyrir Álasund í 15 ár.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Tékka því miður alltof oft á TikTok

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Kemur fyrir að maður horfi á leik í Íslensku körfunni annars voooða lítið annað. F1 þættirnir á Netflix reyndar vakið upp áhuga á F1

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Sýna áhuga

Vandræðalegasta augnablik: Í grunnskóla gleymdi ég einhvernveginn að fara í sundskýluna í sundtíma og mætti miðaldra konu á ganginum sem var ekki huggulegt

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ósvald Jarl Traustason til að róa mig niður, Hólmbert Friðjónsson því hann er með sambönd og Davíð Örn Jensson leikmann Ýmis því hann myndi reikna það út hvernig við kæmumst heim

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: 100 prósent vinningshlutfall í pepsi

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Gummi Tóta því maðurinn getur allt

Hverju laugstu síðast: Að mér leiddist ekki í Covid þrotinu

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hita upp og Taktík

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Vakna, fá mér kaffi og setja The Office í TV, æfa, cod warzone sem eftir er dagsins
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner