Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
   þri 02. apríl 2024 15:20
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmenn Liverpool margir ósáttir við val á dómara fyrir leikinn gegn Man Utd
Anthony Taylor dómari.
Anthony Taylor dómari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liverpool stuðningsmenn eru margir ekki alltof ánægðir með valið á dómara í komandi leik gegn Manchester United á Old Trafford.

Sá leikur, sem fram fer á sunnudag, er einn snúnasti leikur sem Liverpool á eftir en liðið situr í toppsætinu.

Liverpool tapaði á Old Trafford á síðasta tímabili og tapaði einnig fyrir United í 8-liða úrslitum FA-bikarsins nýlega.

Taylor er 45 ára og hefur dæmt nokkra Liverpool leiki á þessu tímabili. Hann gaf Ibrahima Konate rauða spjaldið í tapi gegn Arsenal en dæmdi Liverpool tvær vítaspyrnur í 4-2 sigri gegn Newcastle.

Hann dæmdi síðast viðureign Liverpool og Manchester United árið 2021 en þá vann Liverpool frægan 5-0 sigur á Old Trafford. Þrátt fyrir það hafa margir stuðningsmenn Liverpool á samfélagsmiðlum áhyggjur af dómaravalinu.

Anthony Taylor er frá stór Manchester svæðinu en styður hinsvegar Altrincham sem er í utandeildinni. Það pirrar marga stuðningsmenn Liverpool að dómari frá Manchester svæðinu fái þetta verkefni.

Taylor dæmdi markalausa leikinn milli Manchester City og Arsenal á sunnudag en þar á undan dæmdi hann landsleik Íslands gegn Ísrael í umspilinu.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 9 7 1 1 16 3 +13 22
2 Bournemouth 9 5 3 1 16 11 +5 18
3 Tottenham 9 5 2 2 17 7 +10 17
4 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
5 Man City 9 5 1 3 17 7 +10 16
6 Man Utd 9 5 1 3 15 14 +1 16
7 Liverpool 9 5 0 4 16 14 +2 15
8 Aston Villa 9 4 3 2 9 8 +1 15
9 Chelsea 9 4 2 3 17 11 +6 14
10 Crystal Palace 9 3 4 2 12 9 +3 13
11 Brentford 9 4 1 4 14 14 0 13
12 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
13 Brighton 9 3 3 3 14 15 -1 12
14 Everton 9 3 2 4 9 12 -3 11
15 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
16 Burnley 9 3 1 5 12 17 -5 10
17 Fulham 9 2 2 5 9 14 -5 8
18 Nott. Forest 9 1 2 6 5 17 -12 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 9 0 2 7 7 19 -12 2
Athugasemdir
banner