Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 02. apríl 2024 11:30
Elvar Geir Magnússon
Vonast til að Jón Guðni verði kominn á fullt um miðjan maí
Jón Guðni Fjóluson.
Jón Guðni Fjóluson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Varnarmaðurinn reynslumikli Jón Guðni Fjóluson gekk í raðir Víkings í vetur eftir þrettán ár í atvinnumennsku. Hann verður 35 ára síðar í þessum mánuði.

Jón Guðni meiddist illa haustið 2021 og varð fyrir bakslagi í endurkomu sinni sem varð til þess að hann varð að fara aftur í aðgerð og hefur hann því ekkert spilað eftir meiðslin. Það styttist þó í að hann geti snúið til baka á völlinn.

„Það er engin tímapressa á honum en í hausnum mér vonast ég til þess að hann verði byrjaður að spila á fullu um miðjan maí. Það er styttra í alla hina," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir sigur gegn Val í Meistarar meistaranna.

Í desember sagði hann þetta um Jón Guðna:

„Ég segi að ef við fáum 80-85% af Jóni Guðna þá verður hann samt besti hafsentinn á Íslandi. Hann kemur inn í okkar strúktúr, við erum ekki að leitast eftir því að hann fari inn á miðjuna eins og Gunnar Vatnhamar hefur verið að gera fyrir okkur. Við gefum honum bara góðan tíma og vonandi nær hann sér sem fyrst á gott ról."

Gunnar Vatnhamar, Aron Elís Þrándarson og Viktor Örlygur Andrason eru einnig á meiðslalistanum og spiluðu ekki í gær.

„Allir eru byrjaðir að æfa en á mismunandi stigi," segir Arnar.

Víkingur spilar gegn Stjörnunni í opnunarleik Bestu deildarinnar á laugardagskvöld. Halldór Smári Sigurðsson tekur út leikbann í þeim leik eftir að hafa fengið rautt í gærkvöldi.


Arnar Gunnlaugs: Smá extra að spila á móti svona miklum meistara
Athugasemdir
banner
banner