Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. maí 2022 16:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hafa ekki hugmynd um hvenær Óttar snýr aftur
Óttar Bjarni fékk boltann í höfuðið gegn KA.
Óttar Bjarni fékk boltann í höfuðið gegn KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er svekkelsi með það en einhvern veginn, miðað við ástandið á hópnum fyrir þennan leik og lykilmenn sem vantaði," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, við Fótbolta.net í dag.

Siggi svaraði þarna spurningu um sóknarleik Leiknis í seinni hálfleik gegn ÍBV í gær en Leiknisliðinu gekk illa að ógna eyjamönnum í seinni hálfleiknum.

Lykilmennirnir sem Siggi talar um eru þeir Óttar Bjarni Guðmundsson og Mikkel Dahl vegna meiðsla og þá tók Emil Berger út leikbann í leiknum.

„Óttar Bjarni varð fyrir höfuðhöggi gegn KA, hann gæti verið með á æfingu morgun eða eftir mánuð, við höfum ekki hugmynd," sagði Siggi.

„Mikkel Dahl var með á fullu daginn fyrir leik en við ákváðum að gefa honum nokkra daga í viðbót svo þetta yrði ekki þrálátt. Þetta eru sömu meiðsli og voru fyrir KA leikinn og þau komu upp aftur eftir Stjörnuleikinn. Við tókum enga sénsa og hann verður bara klár í næsta leik," sagði Siggi.
Athugasemdir
banner
banner
banner