Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   fös 02. ágúst 2024 12:45
Elvar Geir Magnússon
Man Utd gerði Bayern tvöfalt tilboð
Matthijs de Ligt og Noussair Mazraoui.
Matthijs de Ligt og Noussair Mazraoui.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur gert tvöfalt tilboð í miðvörðinn Matthijs de Ligt og bakvörðinn Noussair Mazraoui hjá Bayern München.

Athletic segir United vilja fá báða leikmenn en þurfi að hækka tilboð sitt til að ná samkomulagi við þýska félagið. Viðræður séu í gangi.

Bayern tilkynnti báðum leikmönnum fyrir sumarið að þeir væru ekki hluti af áætlunum félagsins.

Manchester United er þegar búið að ná munnlegu samkomulagi við De Ligt og Mazraoui um kaup og kjör.

Leny Yoro, sem var keyptur í sumar, er kominn á meiðslalistann og verður frá í þrjá mánuði og þá er West Ham að reyna að kaupa Aaron Wan-Bissaka.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner