Manchester City og Manchester United berjast um borgina í 8. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Etihad-leikvanginum í dag en leikurinn hefst klukkan 13:00.
Marcus Rashford er í byrjunarliði Man Utd, en hann var að glíma við smávægileg meiðsli í vikunni.
Anthony Martial er á bekknum ásamt Casemiro og Cristiano Ronaldo.
Pep Guardiola. stjóri Man City, gerir þrjár breytingar frá síðasta leik en Nathan Aké og Kyle Walker koma inn fyrir John Stones og Ruben Dias.
Rodri er ekki í hópnum í dag og kemur Ilkay Gündogan inn fyrir hann. Erling Braut Haaland er að sjálfsögðu fremsti maður hjá heimamönnum.
Man City: Ederson, Walker, Akanji, Ake, Cancelo, Gundogan, De Bruyne, Bernardo, Foden, Haaland, Grealish.
Man Utd: De Gea, Dalot, Malacia, Varane, Martinez, McTominay, Eriksen, Fernandes, Sancho, Antony, Rashford.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir