Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
   sun 02. október 2022 21:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Kærkominn sigur Juventus - Vlahovic með mark og stoðsendingu
Dusan Vlahovic
Dusan Vlahovic
Mynd: EPA

Juventus 3 - 0 Bologna
1-0 Filip Kostic ('24 )
2-0 Dusan Vlahovic ('59 )
3-0 Arkadiusz Milik ('62 )


Juventus hefur ekki farið vel af stað í ítölsku deildinni en liðið tók á móti Bologna í dag. Liðið var með 10 stig eftir sjö leiki í 10. sæti fyrir leikinn í kvöld.

Juventus sigraði leikinn með þremur mörkum gegn engu. Dusan Vlahovic átti stórann þátt í því.

Hann sá til þess að liðið var með 1-0 forystu í hálfleik með því að leggja upp á Filip Kostic. Hann skoraði síðan sjálfur áður en Arkadiusz Milik gulltryggði sigurinn.

Liðið er því komið upp í 7. sæti deildarinnar en þetta var fyrsti sigur liðsins í síðustu fimm leikjum í deildinni.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 15 11 0 4 34 14 +20 33
2 Milan 15 9 5 1 24 13 +11 32
3 Juventus 17 9 5 3 23 15 +8 32
4 Napoli 15 10 1 4 22 13 +9 31
5 Roma 16 10 0 6 17 10 +7 30
6 Como 16 7 6 3 22 12 +10 27
7 Bologna 15 7 4 4 23 13 +10 25
8 Lazio 17 6 6 5 18 12 +6 24
9 Atalanta 16 5 7 4 20 18 +2 22
10 Udinese 17 6 4 7 18 28 -10 22
11 Sassuolo 16 6 3 7 21 20 +1 21
12 Cremonese 16 5 6 5 18 18 0 21
13 Torino 17 5 5 7 17 28 -11 20
14 Cagliari 17 4 6 7 19 24 -5 18
15 Parma 16 4 5 7 11 18 -7 17
16 Lecce 16 4 4 8 11 22 -11 16
17 Genoa 16 3 5 8 16 24 -8 14
18 Verona 15 2 6 7 13 22 -9 12
19 Pisa 17 1 8 8 12 24 -12 11
20 Fiorentina 17 1 6 10 17 28 -11 9
Athugasemdir
banner
banner