Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   sun 02. október 2022 18:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rúnar Kristins: Stolt félagsins, þjálfara og leikmanna að veði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Alltaf mjög súrt að tapa," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir 1-0 tap liðsins gegn KA í Bestu deildinni í dag.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 KR

„Ég er ánægður með framlagið, leikmenn voru að hlaupa og berjast, við náðum að pressa KA menn mjög vel í fyrri hálfleik. Við vorum mikið með boltann en við nýttum það ekki nægilega vel, náðum ekki að skapa mikið af færum, mikið af fyrirgjöfum. Þeim líður vel að verjast og eru góðir í að verjast og við bara því miður náðum ekki að skapa nein hættuleg færi," sagði Rúnar.

Eftir fínan fyrri hálfleik var mikið kjaftshögg að lenda undir snemma í síðari hálfleik.

„Það setti okkur í erfiðari stöðu, eins og ég sagði áðan, KA menn eru góðir að verjast svo eru þeir stórhættulegir þegar þeir hratt fram og það kom í ljós síðustu 15-20 mínúturnar þegar við erum farnir að taka aðeins of mikið af sénsum og þeir fara með marga í skyndisóknir og gera það vel. Skapa sér hættuleg færi og gátu skorað fleiri mörk," sagði Rúnar.

„Við vildum nátturulega reyna taka sénsinn á því að reyna jafna. Fáum eitt dauðafæri þegar Siggi kemst einn á móti markmanni en Jajalo sá við honum."

KR á ekki möguleika á Evrópusæti en það slær þá ekki útaf laginu.

„Það verður að vera metnaður í þessu áfram, menn verða að skila vinnuframlagi eins og þeir gerðu í dag. Þó þessi leikur hafi tapast þá eru fjórir leikir eftir og við verðum að sýna þessu móti og þessari úrslitakeppni þá virðingu að mæta í alla leiki af krafti og ekki gefa frá okkur því við höfum ekki að neinu að keppa. Við höfum alltaf að einhverju að keppa, það er stolt félagsins, þjálfara og leikmanna að veði," sagði Rúnar að lokum.


Athugasemdir
banner