Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   sun 02. október 2022 18:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rúnar Kristins: Stolt félagsins, þjálfara og leikmanna að veði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Alltaf mjög súrt að tapa," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir 1-0 tap liðsins gegn KA í Bestu deildinni í dag.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 KR

„Ég er ánægður með framlagið, leikmenn voru að hlaupa og berjast, við náðum að pressa KA menn mjög vel í fyrri hálfleik. Við vorum mikið með boltann en við nýttum það ekki nægilega vel, náðum ekki að skapa mikið af færum, mikið af fyrirgjöfum. Þeim líður vel að verjast og eru góðir í að verjast og við bara því miður náðum ekki að skapa nein hættuleg færi," sagði Rúnar.

Eftir fínan fyrri hálfleik var mikið kjaftshögg að lenda undir snemma í síðari hálfleik.

„Það setti okkur í erfiðari stöðu, eins og ég sagði áðan, KA menn eru góðir að verjast svo eru þeir stórhættulegir þegar þeir hratt fram og það kom í ljós síðustu 15-20 mínúturnar þegar við erum farnir að taka aðeins of mikið af sénsum og þeir fara með marga í skyndisóknir og gera það vel. Skapa sér hættuleg færi og gátu skorað fleiri mörk," sagði Rúnar.

„Við vildum nátturulega reyna taka sénsinn á því að reyna jafna. Fáum eitt dauðafæri þegar Siggi kemst einn á móti markmanni en Jajalo sá við honum."

KR á ekki möguleika á Evrópusæti en það slær þá ekki útaf laginu.

„Það verður að vera metnaður í þessu áfram, menn verða að skila vinnuframlagi eins og þeir gerðu í dag. Þó þessi leikur hafi tapast þá eru fjórir leikir eftir og við verðum að sýna þessu móti og þessari úrslitakeppni þá virðingu að mæta í alla leiki af krafti og ekki gefa frá okkur því við höfum ekki að neinu að keppa. Við höfum alltaf að einhverju að keppa, það er stolt félagsins, þjálfara og leikmanna að veði," sagði Rúnar að lokum.


Athugasemdir
banner