Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   mán 03. febrúar 2025 15:28
Elvar Geir Magnússon
AC Milan nær samkomulagi við Chelsea um Joao Felix
Ítalskir fjölmiðlar segja að AC Milan hafi náð samkomulagi við Chelsea um að fá Joao Felix en portúgalski landsliðsmaðurinn hafði þegar náð munnlegu samkomulagi við ítalska félagið.

Felix fer á láni til Mílanó en ekki er vitað hvort það séu einhver ákvæði um framtíðakaup. Athletic segir að engar þannig klásúlur séu til staðar.

Milan hefur fengið Kyle Walker og Santiago Gimenez í glugganum og stefnir í að Felix verði þriðji leikmaðurinn sem félagið sækir.

Jorge Mendes, umboðsmaður Felix, fór til Mílanó að reyna að þrýsta skiptum í gegn og það er að takast.

Sagt er að ítalska félagið ætli að skapa pláss fyrir Felix með því að selja Noah Okafor sem hefur gert samkomulag við Napoli.

Felix er 25 ára og hefur skorað eitt mark í tólf úrvalsdeildarleikjum hjá Chelsea á tímabilinu. Hann hefur fengið að spila í Sambandsdeildinni en að mestu verið á bekknum í deildinni.

Gluggadagurinn er í fullum gangi. Glugganum verður lokað á Englandi klukkan 23:00 og á sama tíma á Spáni og Ítalíu. Í Þýskalandi verður lokað klukkan 17 og í Frakklandi klukkan 22.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 24 17 4 3 39 17 +22 55
2 Inter 24 16 6 2 58 23 +35 54
3 Atalanta 24 15 5 4 54 26 +28 50
4 Lazio 24 14 3 7 45 32 +13 45
5 Juventus 24 10 13 1 41 21 +20 43
6 Fiorentina 24 12 6 6 41 25 +16 42
7 Bologna 24 10 11 3 38 29 +9 41
8 Milan 23 10 8 5 35 24 +11 38
9 Roma 24 9 7 8 35 29 +6 34
10 Udinese 24 8 6 10 29 37 -8 30
11 Torino 25 6 10 9 27 31 -4 28
12 Genoa 24 6 9 9 22 33 -11 27
13 Cagliari 24 6 6 12 26 39 -13 24
14 Lecce 24 6 6 12 18 41 -23 24
15 Verona 24 7 2 15 26 53 -27 23
16 Como 24 5 7 12 28 40 -12 22
17 Empoli 24 4 9 11 22 35 -13 21
18 Parma 24 4 8 12 30 44 -14 20
19 Venezia 24 3 7 14 22 39 -17 16
20 Monza 24 2 7 15 21 39 -18 13
Athugasemdir
banner
banner
banner