Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 03. apríl 2024 13:00
Elvar Geir Magnússon
Meistarararnir valdir grófastir - „Við vitum alveg að þeir eru grófir“
Jökull Elísabetarson.
Jökull Elísabetarson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hilmar Árni Halldórsson.
Hilmar Árni Halldórsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Besta deildin fer af stað á laugardagskvöld með opnunarleik Víkings og Stjörnunnar. Fótbolti.net spjallaði við Jökul Elísabetarson, þjálfara Stjörnunnar, á kynningarfundi deildarinnar í gær.

Á fundinum var birt niðurstaða í skoðanakönnun leikmanna en þar kom meðal annars fram að leikmenn í deildinni telja Íslands- og bikarmeistara Víkings vera grófasta lið deildarinnar. Niðurstaðan kemur Jökli ekki á óvart.

„Við vitum alveg að þeir eru grófir, þeir eru líka með mjög grófa leikmenn. Ég get ekki sagt að það sé eitthvað 'ugly', þeir eru bara góðir. Að einhverju leyti þurfum við að búa okkur undir það en fókusinn okkar er miklu meira á okkur sjálfum en þeim, og hvað viljum gera og hvernig við viljum nálgast leikinn. Við viljum líka að þeir þurfi að búa sig undir það sem þeir eru að fara að mæta," segir Jökull.

Hann býst við frábærum opnunarleik og stórskemmtilegri deild.

„Þetta verður ótrúlega skemmtileg deild, ég held að hún hafi styrkst mjög mikið. Það eru margir leikmenn komnir. Bestu leikmennirnir sem hafa farið undanfarin ár eru að koma til baka."

Geri mjög miklar kröfur til hans
Nýlega endurheimti Stjarnan þá Guðmund Baldvin Nökkvason og Óla Val Ómarsson. Hvað koma þeir með inn í Stjörnuliðið?

„Það er geggjað fyrir hópinn. Fyrst og fremst eru þeir báðir stórkostlegir karakterar, báðir leiðtogar og vel gefnir ungir menn. Það er mesti styrkurinn í því að fá þannig menn inn. Fótboltalega er þetta frábært, það koma sterkir leikmenn en þeir breyta líka dínamíkinni í leikmannahópnum. Við róterum mikið og spilum 'alls konar', þetta hjálpar okkur í því," segir Jökull.

Hann var einnig spurður út í Hilmar Árna Halldórsson, einn besta leikmann deildarinnar, sem kom til baka í fyrra eftir erfið meiðsli.

„Ég held að hann verði töluvert betri en í fyrra. Hann óx mikið eftir því sem á leið í fyrra fannst mér og ég held að við sjáum ferskari leikmann í honum í ár. Ég bind miklar vonir við hann og geri mjög miklar kröfur til hans."

Viðtalið við Jökul verður spilað í heild í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 næsta laugardag
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner