Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 03. júní 2019 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ferguson lét Carragher vita að Klopp væri sá rétti
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher er gallharður stuðningsmaður Liverpool og var himinlifandi eftir sigur liðsins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar um helgina.

Carragher hrósaði Jürgen Klopp í hástert eftir sigurinn og rifjaði upp stundina þegar hann áttaði sig fyrst á því að Klopp gæti farið með félagið á næsta stig.

„Ég man þegar ég varð fyrst spenntur fyrir því að fá Jürgen Klopp til Liverpool. Mér var boðið að spila í kveðjuleik Michael Carrick og fékk þar tækifæri til að spjalla við Sir Alex Ferguson," sagði Carragher.

„Ég hafði heyrt Fergie tala vel um Klopp og langaði að heyra meira um hann. Fergie sagði mér að það væri eitthvað sérstakt við Klopp, hann væri með meira sjálfstraust en aðrir.

„Svarið sem ég var að leitast eftir kom með svipnum á Fergie. Það var aðdáunarsvipur í augum hans með dassi af áhyggjum. Það sagði mér allt sem ég þurfti að vita.

„Ég hugsaði 'Ef Fergie hefur áhyggjur þá hlýtur þessi náungi að vera rétti maðurinn í starfið.'"

Athugasemdir
banner
banner
banner