Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
banner
   mið 03. júlí 2024 09:15
Elvar Geir Magnússon
Svona verða 8-liða úrslitin á EM - Tvö bestu liðin mætast
Musiala hefur feikilega mikla hæfileika. Gæði og fleira.
Musiala hefur feikilega mikla hæfileika. Gæði og fleira.
Mynd: EPA
Það er tveggja daga frí á EM áður en kemur að 8-liða úrslitum og óhætt að segja að það sé safaríkur föstudagur framundan.

Spánn og Þýskaland, sem hafa verið bestu lið mótsins hingað til, hefja fjörið á föstudaginn klukkan 16 áður en Cristiano Ronaldo mætir Kylian Mbappe um kvöldið.

Umtalaðir Englendingar eiga leik á laugardag og Hollendingar etja kappi við Tyrki.

Fótbolti.net hitar vel upp fyrir komandi leiki en sérstakur EM hlaðvarpsþáttur kemur inn í dag þar sem 16-liða úrslitin verða gerð upp með góðum gestum.

föstudagur 5. júlí
16:00 Spánn - Þýskaland
19:00 Portúgal - Frakkland

laugardagur 6. júlí
16:00 England - Sviss
19:00 Holland - Tyrkland

Sigurliðin úr föstudagsleikjunum mætast í undanúrslitum og svo í hinum undanúrslitaleiknum eigast við sigurvegarar laugardagsins. Undanúrslitin verða spiluð 9. og 10. júlí og úrslitaleikurinn 14. júlí.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner