Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fös 03. september 2021 15:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enn frekari vísbending um að Ísland sé að missa af Amöndu
Amanda Andradóttir.
Amanda Andradóttir.
Mynd: Vålerenga
Í leik með U17 landsliði Íslands.
Í leik með U17 landsliði Íslands.
Mynd: Getty Images
Amanda Andradóttir hefur verið valin í norska U19 landsliðið fyrir komandi verkefni.

Þetta er í annað sinn sem Amanda er valin í norska U19 landsliðið. Framundan eru þrír leikir hjá liðinu í þessum mánuði; gegn Írlandi, Danmörku og Portúgal.

Amanda er uppalin á Íslandi og er faðir hennar Andri Sigþórsson, fyrrum landsliðsmaður. Hún er aðeins 17 ára gömul og spilar með aðalliði Noregsmeistara Vålerenga.

Það var mikil umræða um Amöndu hér á landi í sumar þegar hún var ekki valin í U19 eða A-landslið Íslands.

Hún hefur spilað fyrir yngri landslið Íslands, en norska knattspyrnusambandið hefur sýnt henni mikinn áhuga og núna er hún í U19 landsliði Noregs, frekar en Íslands.

Íþróttafréttamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason ræddi um Amöndu í hlaðvarpinu The Mike Show í sumar. Þar sagði hann:

„Hún spilaði sextán ára í efstu deild í Danmörku sem atvinnumaður. Ef þetta virðist vera áhuginn hjá KSÍ og ef þetta virðast vera samskiptin - miðað við sem ég hef frá áreiðanlegum heimildum... það eru engin samskipti. Hvað gerist þá? Eftir hverju er verið að bíða? Af hverju er ekki verið að setja hana í A-landsliðið? Ef við missum af henni, þá væri það hræðilegt því við erum ekki að fara að sjá svona hæfileika í langan tíma."

„Byrjið á að hafa samband og sýnið að þið hafið áhuga."

Ekki er vitað í hversu miklu sambandi KSÍ hefur verið við Amöndu og hennar fólk, en það er fréttamannafundur í næstu viku þar sem landsliðshópur Íslands fyrir komandi verkefni verður tilkynntur. Þar verður beðið um svör.

Það var rætt um landsliðið og Amöndu í nýjasta þætti Heimavallarins sem má hlusta á hér að neðan.

Sjá einnig:
Landsliðsþjálfarinn útskýrði af hverju Amanda var ekki valin
Heimavöllurinn: Dauðafæri á Kópavogsvelli, Miedema mætir og miðvarðamergð
Athugasemdir
banner
banner
banner