Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 01. júní 2021 14:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Útskýrir af hverju Amanda var ekki valin
Icelandair
Í leik með U17
Í leik með U17
Mynd: Getty Images
Skrifaði undir hjá Vålerenga í vetur
Skrifaði undir hjá Vålerenga í vetur
Mynd: Vålerenga
Mynd: Getty Images
Steini Halldórs
Steini Halldórs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Amanda Jacobsen Andradóttir er ekki í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni gegn Írlandi. Íslenska kvennalandsliðið leikur tvo æfingaleiki núna í júní á Laugardalsvelli.

Margir hafa kallað eftir að Amanda, sem er sautján ára gömul, verði valin í A-landsliðið. Hún er leikmaður Vålerenga í Noregi og er dóttir Andra Sigþórssonar. Móðir hennar er norsk og getur Amanda valið hvort hún spili með íslenska eða norska landsliðinu.

Amanda hefur farið vel af stað með Vålerenga og lagði upp mark í sigurleik á dögunum.

Hún á að baki tólf unglingalandsleiki fyrir Íslands hönd og hefur skorað í þeim tíu mörk. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins, var spurður út í Amöndu í dag. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að neðan.

Af hverju var Amanda ekki valin?

„Ég bara taldi þetta ekki vera rétti tímapunkturinn. Ég taldi hana ekki vera klár í að vera valin," Steini.

U19 ára lansdsliðið er í verkefni á sama tíma, af hverju er hún ekki valin í það verkefni?

„Ástæðan er, ef ég skil þetta rétt, að hún þarf að fara í fimm daga sóttkví ef hún kemur til landsins. U19 liðið er ekki í búbblu og þegar hún væri búin í sóttkví væri landsliðsverkefninu í raun og veru lokið."

Ertu í sambandi við Amöndu?

„Ég hef rætt við hana, ég ræddi við hana í vetur en ég hef ekki rætt við hana síðastliðinn mánuð. Ég mun klárlega fylgjast með henni, ég hef séð þessa leiki sem hún og Ingibjörg (Sigurðardóttir, liðsfélagi Amöndu hjá Vålerenga) eru búnar að spila. Ég fylgist náið með henni, hún er á góðri leið og mér finnst hún hafa tekið töluverðum framförum frá því hún var að spila í Danmörku."

„Hún er leikmaður framtíðarinnar og maður þarf að ákveða hvenær maður ætlar að velja leikmann og hvenær ekki. Maður þarf að standa og falla með þeim ákvörðunum."


Eigum við að hafa áhyggjur af því að hún velji að spila fyrir Noreg?

„Auðvitað er þetta ekki þægileg staða að vera í. Auðvitað myndum við vilja að hún myndi velja Ísland. En það er í sjálfu sér ekkert komið að þeim tímapunkti núna. Hún þarf að spila keppnisleik með norska A-landsliðinu til að vera útilokuð fyrir okkur. Ég hef ekki rætt við hana á þessum nótum en mun klárlega fylgjast með."

Hefði það verið ófaglegt að velja hana og spila henni í eina mínútu til tað tryggja hana sem leikmann íslenska landsliðsins upp á framtíðina að gera?

„Það hefði ekki skipt máli í þessu verkefni. Hún hefði þurft að spila í keppnisleikum til að tryggja hana."

„Mér finnst það ekki rétt ef þú ætlar að gera eitthvað svoleiðis bara til að tryggja hana. Mér finnst ég þurfa að velja liðið faglega eftir minni bestu vitund. Ekki vera í einhverjum leik sem bindur hennar landsliðsferil. Mér finnst það ekki rétt ef þetta hefði verið keppnisleikur sem við værum að spila núna,"
sagði Steini.

Sjá einnig:
Ísland að missa af Amöndu?
„Lít alltaf á að það sé í höndum leikmanna að komast í landsliðið"
Athugasemdir
banner