Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Írlands opinberaði í dag landsliðshóp fyrir leiki gegn Finnlandi og Grikklandi í Þjóðadeildinni. Stóru fréttirnar eru þær að Matt Doherty leikmaður Wolves var ekki valinn.
Írskir stuðningsmenn fagna margir þeirri ákvörðun en Doherty hefur fengið gagnrýni fyrir frammistöðu sína í landsliðstreyjunni og margir talað um að hann hafi hreinlega ekki verið að leggja sig allan fram.
„Matt og Seamus Coleman hafa lengi verið okkar bestu bakverðir en því miður þá munu þeir ekki spila endalaust og við verðum að vera tilbúnir með plan B. Mitt markmið er að koma liðinu á HM 2026. Þetta er rétti tíminn til að prófa aðra leikmenn," segir Heimir en Doherty er 32 ára.
„Ég hringdi í Matt í gær og útskýrði þetta fyrir honum. Hann var ekki glaður. Mér fannst réttara að skilja hann eftir í þessu verkefni í stað þess að taka hann inn og hafa hann á bekknum."
Írskir stuðningsmenn fagna margir þeirri ákvörðun en Doherty hefur fengið gagnrýni fyrir frammistöðu sína í landsliðstreyjunni og margir talað um að hann hafi hreinlega ekki verið að leggja sig allan fram.
„Matt og Seamus Coleman hafa lengi verið okkar bestu bakverðir en því miður þá munu þeir ekki spila endalaust og við verðum að vera tilbúnir með plan B. Mitt markmið er að koma liðinu á HM 2026. Þetta er rétti tíminn til að prófa aðra leikmenn," segir Heimir en Doherty er 32 ára.
„Ég hringdi í Matt í gær og útskýrði þetta fyrir honum. Hann var ekki glaður. Mér fannst réttara að skilja hann eftir í þessu verkefni í stað þess að taka hann inn og hafa hann á bekknum."
SQUAD ANNOUNCED | 24-man squad named for Finland & Greece matches ????
— Ireland Football ?????????? (@IrelandFootball) October 3, 2024
Mark McGuinness receives his first call-up as Jack Taylor, Finn Azaz, Jamie McGrath, Festy Ebosele & Mikey Johnston all come into the squad ????????????
10/10 | ????????????????????
13/10 | ???????????????????? pic.twitter.com/cIJnoiX572
Athugasemdir