Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 03. desember 2021 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Doddi Hjaltalín um fyrra mark Arsenal: Alltaf dómarinn sem verður að stoppa leikinn
Ósáttir með niðurstöðuna.
Ósáttir með niðurstöðuna.
Mynd: EPA
Smith Rowe lét vaða, Atkinson eitthvað að beygja sig
Smith Rowe lét vaða, Atkinson eitthvað að beygja sig
Mynd: EPA
De Gea lá eftir
De Gea lá eftir
Mynd: EPA
Paulo Di Canio
Paulo Di Canio
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net sendi fyrirspurn á Þórodd Hjaltalín Jr. fyrrum dómara og nú formann dómaranefndar. Spurt var út í markið sem Emile Smith Rowe, leikmaður Arsenal, skoraði gegn Manchester United í gær. David de Gea, markvörður Manchester United, lá í vítateignum eftir að samherji hans, Fred, steig á hann.

Smith Rowe fékk boltann fyrir utan teig, lét vaða í fyrsta og skoraði í mark Manchester United. Markið má sjá í spilaranum að neðan.



Martin Atkinson dæmdi leikinn, hann tók flautuna upp, lét hana aftur niður og flautaði ekki fyrr en boltinn fór yfir marklínuna. Í kjölfarið var atvikið skoðað í VAR og eftir skoðun var markið dæmt gott og gilt, við litla hrifningu United manna.

Atkinson illa staðsettur
„Þetta er sérstakt mark. Það sem ég tel að verði til þess að Atkinson sér ekki fyrr að De Gea liggur á vellinum er slæm staðsetning á honum. Hann lendir nánast fyrir boltanum og er með hugann við það að verða ekki fyrir og missir athyglina á því sem er að gerast í teignum. Hann hefði þurft að sjá það miklu fyrr og stoppa leikinn," segir Doddi.

„Þegar boltinn er kominn í markið er ekkert hægt að gera annað en að dæma mark þar sem ekkert er leikbrotið. VAR væntanlega skoðar aðdragandann og sér að það er ekkert leikbrot."

Um brot að ræða ef það hefði verið andstæðingur
„Ef leikmaður Arsenal hefði stigið á De Gea og Atkinson ekki séð það þá hefði VAR látið vita og markið hefði væntanlega ekki fengið að standa enda leikbrot í aðdraganda marksins."

Dómarinn sem verður að stoppa leikinn
Er engin regla sem segir að stöðva eigi leikinn ef markvörður liggur eftir?

„Það er engin regla en ef markmaðurinn getur ekki varið markið sitt þá verður að stoppa leikinn. Þetta voru ekki höfuðmeiðsli eða neitt svoleiðis, og það er í raun og veru eins, þó að reglan segir að þú eigir að stoppa leikinn vegna höfðumeiðsla þá er það þannig að markið stendur ef þú áttar þig ekki á þeim fyrr en eftir að boltinn fer í markið. Það er alltaf dómarinn sem verður að stoppa leikinn."

„Hann hefði þurft að sjá það, eða aðstoðarmenn hans, að de Gea liggur á vellinum. Af því að það gerist ekki og svo lendir hann í því að vera í raun fyrir leikmönnum og þá fer athyglin í það að koma sér í burtu. Eftir að boltinn er farinn í markið er orðið of seint að gera eitthvað þar sem það var ekkert leikbrot."


Di Canio efst í minningunni
„Varðandi Fair play og ósanngirni í þessu þá er það í höndum leikmanna Arsenal. Efst í minningu kannski Di Canio dæmið í Everton West Ham hérna um árið."

Markvörður Everton lá eftir meiddur og Paulo Di Canio, leikmaður West Ham fékk boltann inn á vítateig Everton. Hann ákvað að grípa boltann í stað þess að skjóta á mark Everton. Atvikið má sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner