Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 03. desember 2021 20:23
Victor Pálsson
Henry steinhissa yfir ákvörðun Arteta - „Eitthvað sem er ekki í lagi þarna"
Mynd: EPA
Thierry Henry, fyrrum leikmaður Arsenal, var steinhissa í gær er Mikel Arteta ákvað að taka Pierre-Emerick Aubameyang af velli í 3-2 tapi gegn Manchester United.

Aubameyang er hættulegasti maðurinn í sókn Arsenal en hann var tekinn af velli á 79. mínútu í þessu tapi er Arsenal sárvantaði mark til að jafna metin.

Henry er mjög ósammála þessari skiptingu Arteta en hann skoraði sjálfur 228 mörk fyrir Arsenal á sínum ferli.

Arsenal pressaði stíft að marki Man Utd á lokamínútum leiksins en tókst hins vegar ekki að koma boltanum í netið og er spurning hvort fjarvera Aubameyang hafi spilað þar inn í.

„Eitt sem ég skil ekki, Aubameyang er fyrirliðinn þinn, hann er þinn markaskorari. Þú valdir hann sem fyrirliða," sagði Henry í settinu eftir leik.

„Það eru 15 mínútur eftir og þú ert að tapa 3-2 og þú tekur hann af velli? 3-2, á útivelli og þú tekur fyrirliðann af velli, þú veist að hann getur skorað mörk."

„Það er eitthvað sem er ekki í lagi þarna."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner