Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 04. mars 2023 14:53
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Yngri bróðir Ísaks tryggði ÍA sigurinn
Daníel Ingi Jóhannesson skoraði seinna mark ÍA
Daníel Ingi Jóhannesson skoraði seinna mark ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA 2 - 0 Grindavík
1-0 Ármann Ingi Finnbogason ('79 )
2-0 Daniel Ingi Jóhannesson ('82 )

ÍA vann annan leik sinn í A-deild Lengjubikarsins í dag er liðið lagði Grindavík að velli, 2-0, í Akraneshöllinni.

Það tók dágóðan tíma fyrir heimamenn að skora fyrsta markið en Ármann Ingi Finnbogason gerði það á 79. mínútu leiksins.

Daníel Ingi Jóhannesson náði að auka forystuna aðeins þremur mínútum síðar og þannig tryggja Skagamönnum sigurinn. Daníel er sonur Jóhannesar Karls Guðjónssonar og því yngri bróðir Ísaks Bergmanns, sem spilar fyrir FCK og íslenska landsliðið.

Þetta var fyrsta mark Daníels fyrir meistaraflokk ÍA.

Annar sigur ÍA í Lengjubikarnum staðreynd en liðið er með 6 stig í 3. sæti riðils 1. Grindavík er án stiga í næsta neðsta sætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner