Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mán 04. mars 2024 18:18
Brynjar Ingi Erluson
Fór lítið fyrir Ronaldo í tapi Al-Nassr
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo og félagar hans í Al-Nassr töpuðu fyrir Al-Ain. 1-0, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Asíu í kvöld.

Portúgalinn bar fyrirliðabandið í liði Al-Nassr, en það fór heldur lítið fyrir honum í leiknum.

Hann átti fjögur skot í leiknum þar af eitt dauðafæri en annars var Al-Ain ekki í miklum vandræðum með að halda honum í skefjum.

Marokkómaðurinn Soufiane Rahimi skoraði eina mark leiksins og þá var annað tekið af honum vegna rangstöðu síðar í leiknum.

Aymeric Laporte, varnarmaður Al-Nassr, fékk að líta rauða spjaldið í uppbótartíma og verður því ekki með í seinni leiknum.

Síðari leikurinn fer fram á heimavelli Al-Nassr eftir viku.


Athugasemdir
banner
banner