Cristiano Ronaldo og félagar hans í Al-Nassr töpuðu fyrir Al-Ain. 1-0, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Asíu í kvöld.
Portúgalinn bar fyrirliðabandið í liði Al-Nassr, en það fór heldur lítið fyrir honum í leiknum.
Hann átti fjögur skot í leiknum þar af eitt dauðafæri en annars var Al-Ain ekki í miklum vandræðum með að halda honum í skefjum.
Marokkómaðurinn Soufiane Rahimi skoraði eina mark leiksins og þá var annað tekið af honum vegna rangstöðu síðar í leiknum.
Aymeric Laporte, varnarmaður Al-Nassr, fékk að líta rauða spjaldið í uppbótartíma og verður því ekki með í seinni leiknum.
Síðari leikurinn fer fram á heimavelli Al-Nassr eftir viku.
????Red card for Laporte.
— CristianoXtra (@CristianoXtra_) March 4, 2024
7 mins for full time.
pic.twitter.com/xBHpsUqWG3
Athugasemdir