Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 04. maí 2021 10:40
Elvar Geir Magnússon
Farið inn í klefa Man Utd - Bale lánaður aftur til Spurs?
Powerade
Ivan Toney hefur raðað inn mörkum.
Ivan Toney hefur raðað inn mörkum.
Mynd: Getty Images
Fer Bale aftur á lán til Tottenham?
Fer Bale aftur á lán til Tottenham?
Mynd: Getty Images
Max Aarons.
Max Aarons.
Mynd: Getty Images
Sancho, Lewandowski, Toney, Young, Lingard, Bale og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Drukkinn stuðningsmaður Manchester United komst alla leið inn í búningsklefa United þegar mótmælin áttu sér stað á sunnudaginn. (Mai)

Leicester City og Everton eru meðal félaga sem eru að undirbúa tilboð í enska sóknarmanninn Ivan Toney (25) sem skorað hefur 30 mörk í Championship-deildinni á tímabilinu. (Athletic)

Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, mun gefa næsta stjóra val um það hvort hann vilji fá velska sóknarmaninn Gareth Bale (31) lánaðan aftur frá Real Madrid á næsta tímabili. (Mail)

Borusia Dortmund hefur lækkað verðmiðann á Jadon Sancho (21) og er tilbúið að láta hann fara fyrir 87 milljónir punda. Áður vildi Dortmund yfir 100 milljónir punda fyrir hann. Sancho hefur verið orðaður við Liverpool og Manchester United. (ESPN)

Newcastle og Atalanta á Ítalíu hafa áhuga á hollenska varnarmanninum Danilho Doekhi (22) hjá Vitesse Arnhem. Hann hefur verið orðaður við Norwich City, Fulham og Rangers. (De Telegraaf)

Pini Zahavi, umboðsmaður Robert Lewandowski (32), ætlar að setja pressu á Bayern München að veita pólska sóknarmanninum nýjan samning með launahækkun eða selja hann til félags sem hefur efni á honum. Mögulegt er að Lewandowski fari í ensku úrvalsdeildina. (Bild)

Watford hefur haft samband við Ashley Young (35), leikmann Inter, og rætt við hann um mögulega endurkomu á Vicarage Road þar sem hann byrjaði feril sinn. (Watford Observer)

Arsenal hefur áhuga á Glen Kamara (25), finnskum miðjumanni Rangers. (Football Insider)

Leeds undirbýr tilraun til að fá enska vængmanninn Ryan Kent (24) en Rangers í Skotlandi ætlar að bjóða honum nýjan samning. (Record)

Franska félagið Nice hefur áhuga á enska miðjumanninum Jesse Lingard (28). Það gerði misheppnaða tilraun til að fá Lingard þegar hann fór til West Ham á lánssamningi frá Manchester United í janúar. (Sky Sports Italia)

Þýski bakvörðurinn Robin Gosens (26) hjá Atalanta vill vera áfram í ítölsku A-deildinni. Leicester vonaðist til að geta fengið hann. (Calciomercato)

Newcastle United vill fá svissneska varnarmanninn Fabian Schar (29) til að skrifa undir nýjan samning áður en kemur að Evrópumóti landsliða. (Northern Echo)

Tottenham reynir að fá Max Aarons (21), bakvörð Norwich og enska U21 landsliðsins. (Football Insider)

Hætta er á að Boca Juniors missi af því að fá Edinson Cavani (34) frá Manchester United. Argentínska félagið er farið að horfa til kólumbíska sóknarmannsins Roger Martínez (26) hjá Club America. (TyC Sports)

Leeds hefur sett það í forgang að fá nýjan varnartengilið í sumar. (Football Insider)

Maurizio Sarri er áfram efstur á blaði Roma sem gæti skipt um stjóra en sæti Paulo Fonseca er heitt. (Sky Italia)

Lucas Vazquez (29) er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Real Madrid. Ef samningar nást ekki gæti hann farið til AC Milan. (AS)
Athugasemdir
banner
banner
banner