Nkunku búinn að taka ákvörðun - Richarlison gæti snúð aftur til Everton - Rodrygo til Liverpool?
   sun 04. maí 2025 08:30
Elvar Geir Magnússon
Dortmund vill fá Zinchenko
Mynd: Brann
Líklegt er talið að úkraínski landsliðsmaðurinn Oleksandr Zinchenko yfirgefi Arsenal í sumar.

Football Insider segir að Borussia Dortmund í Þýskalandi hafi mikinn áhuga á að fá leikmanninn

Zinchenko hefur færst aftar í goggunarröðina eftir að hinn átján ára gamli Myles Lewis-Skelly kom inn í liðið eins og stormsveipur.

Samkeppnin jókst enn frekar síðasta sumar þegar Riccardo Calafiori gekk í raðir Arsenal.

Dortmund skoðaði möguleika á að fá Zinchenko í janúar og mun gera aðra tilraun í sumar.
Athugasemdir
banner
banner