Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
   lau 03. maí 2025 20:30
Elvar Geir Magnússon
Eze vann skákmót
Mynd: Skjáskot
Eberechi Eze er hæfileikaríkur en þessi 26 ára leikmaður Crystal Palace og enska landsliðsins vann sigur í skákmóti sem fram fór á netinu en þar kepptu frægir einstaklingar sín á milli.

Eze skoraði í 3-0 sigri Palace gegn Aston Villa í undanúrslitum enska FA bikarsins fyrir viku síðan og bætti svo annarri rós í hnappagatið með því að vinna skákmótið.

Eze vann bandarísku samfélagsmiðlastjörnuna Sapnap í úrslitaeinvíginu. Hann þótti sýna alhliða kunnáttu sína í skákíþróttinni.

Eze byrjaði að tefla fyrir nokkrum árum en fyrrum samherji hans, Michael Olise sem nú spilar fyrir Bayern München, kenndi honum að tefla á æfingasvæði Palace.

Margir þekktir fótboltamenn hafa gaman að því að spreyta sig á taflborðinu en Mohamed Salah, stórstjarna Liverpool, viðurkenndi það 2023 að hann væri alltaf að tefla á netinu.
Athugasemdir
banner