Nkunku búinn að taka ákvörðun - Richarlison gæti snúð aftur til Everton - Rodrygo til Liverpool?
   sun 04. maí 2025 09:30
Elvar Geir Magnússon
Ætlar að nota reiðina sem bensín fyrir leikinn gegn PSG
Mikel Arteta.
Mikel Arteta.
Mynd: EPA
Martin Ödegaard.
Martin Ödegaard.
Mynd: EPA
Arsenal tapaði fyrir Bournemouth á heimavelli sínum í gær. Ekki gott veganesti fyrir seinni leikinn gegn Paris St-Germain í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Sá leikur verður í París á miðvikudaginn en það er heldur betur verk að vinna fyrir Arsenal eftir 0-1 tap á heimavelli.

„Þetta tap gegn Bournemouth skapaði reiði, pirring, vonbrigði. Við getum notað það á miðvikudaginn. Við verðum að gera það," sagði Mikel Arteta, stjóri Arsenal, eftir tapið í gær.

Eftir að Bournemouth tók forystuna á 75. mínútu átti Arsenal ekki eina einustu marktilraun.

„Núna eftir að hafa horft á þennan leik þá getur maður ekki séð Arsenal vinna PSG," sagði sparkspekingurinn Rob Green í breska ríkisútvarpinu.

Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, sagði við fjölmiðla að frammistaða Arsenal gegn Bournemouth hafi verið óásættanleg.

„Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Mér fannst við byrja leikinn nokkuð vel og vorum með stjórnina en um leið og þeir skoruðu þá misstum við tökin. Við fundum aldrei taktinn eftir það. Þetta var of tilviljanakennt og dapurt. Seinni hálfleikurinn var ekki ásættanlegur," segir Ödegaard.
Athugasemdir
banner
banner