Jamie Vardy, sóknarmaður Leicester City, átti líklega fyndnasta augnablik tímabilsins í leik liðsins gegn Southampton í dag, en hann gerði eitthvað sem fáir hefðu þorað að gera.
Dómarinn David Webb meiddist á 33. mínútu leiksins eftir að Jordan Ayew hljóp inn í hann. Algert óviljaverk en Webb var sárkvalinn í grasinu og beið eftir aðstoð.
Vardy, sem er engum líkur, hljóp upp að dómaranum og reif í flautu hans til þess eins að stöðva leikinn. Ekki mörgum sem hefði dottið í hug að þora þessu, en Vardy er ekki eins og flestir.
Sprenghlægilegt atvik en ekkert svo hlægilegt fyrir Webb sem neyddist til þess að hætta leik vegna höfðuðhöggs og það í fyrsta úrvalsdeildarleik sínum sem aðaldómari. Samuel Barrott, fjórði dómari leiksins, tók við flautunni í kjölfarið.
Vardy skoraði um það bil fimmtán mínútum áður og bætti Ayew við öðru á 44. mínútu.
Hægt er að sjá þetta atvik hér fyrir neðan.
Vardy blowing the whistle after the referee gets injured ????
— Lcfc._zoone (@lcfczoone_) May 3, 2025
Vardy being Vardy #lcfc pic.twitter.com/eDjzVNtFoS
Athugasemdir