
Fylkir heimsótti Njarðvík í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar á JBÓ vellinum í Njarðvík í kvöld.
Flestir búast við því að Fylkir hlaupi með deildina en Njarðvíkingar sýndu svo sannarlega hvað í þeim býr.
Lestu um leikinn: Njarðvík 1 - 1 Fylkir
„Ef við horfum til baka þá er þetta kannski bara fínt stig. Komum ekki alveg nógu vel stemmdir inn í leikinn að mínu mati en mjög erfiður útivöllur og eitt stig allt í lagi bara" Sagði Ólafur Kristófer Helgason markvörður Fylkis eftir jafnteflið í kvöld.
Það var smá vorbragur á leiknum sérstaklega í fyrri hálfleiknum.
„Það er oft og var klárlega í fyrsta leik mótsins. Smá svona að finna taktinn aftur og svoleiðis en við verðum komnir aftur í næsta leik og aftur á þann stað sem við eigum vera"
Grasvellir landsins eru vanalega ekki tilbúnir svona snemma í maí en Ólafur Kristófer sagði völlinn samt vera í lagi.
„Völlurinn var svo sem alveg allt í lagi. Smá þurr en bara fínn grasvöllur miðað við maí"
Ólafur Kristófer var frábær í leiknum í kvöld þar sem hann varði meðal annars víti og tók nokkur dauðafæri í leiknum.
„Góð tilfinning persónulega. Mér leið vel þarna og fannst ég lesa leikinn vel en auðvitað er betra þegar það er minna að gera hjá mér"
Umræðan fyrir mót hefur verið á þann veg að deildin ætti nánast að vera formsatriði fyrir Fylki en Ólafur Kristófer vill þó ekki meina að það sé einhver auka pressa sem fylgi þeirri umræðu.
„Nei við höfum svo sem bara sett sömu pressu á okkur sjálfa. Við ætlum bara að vinna mótið og það er markmið sumarsins"
Nánar er rætt við Ólaf Kristófer Helgason í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Keflavík | 1 | 1 | 0 | 0 | 3 - 1 | +2 | 3 |
2. Selfoss | 1 | 1 | 0 | 0 | 2 - 1 | +1 | 3 |
3. Fylkir | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 - 1 | 0 | 1 |
4. HK | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 - 1 | 0 | 1 |
5. Leiknir R. | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 - 1 | 0 | 1 |
6. Njarðvík | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 - 1 | 0 | 1 |
7. Þór | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 - 1 | 0 | 1 |
8. Þróttur R. | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 - 1 | 0 | 1 |
9. ÍR | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
10. Völsungur | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
11. Grindavík | 1 | 0 | 0 | 1 | 1 - 2 | -1 | 0 |
12. Fjölnir | 1 | 0 | 0 | 1 | 1 - 3 | -2 | 0 |