Lionel Messi og Luis Suarez voru báðir á skotskónum með Inter Miami er liðið vann NY Red Bulls, 4-1, í MLS-deildinni í Bandaríkjunum í nótt.
Á dögunum datt Inter Miami út úr Meistarabikar CONCACAF og náðu Miami-menn að svara ágætlega fyrir þau vonbrigði.
Stjörnuleikmenn Miami, þeir Messi og Suarez, komust báðir á blað hjá liðinu.
Suarez skoraði með föstu skoti úr miðjum teignum á 39. mínútu og gerði Messi fjórða mark Miami í síðari hálfleiknum. Það var 859. mark Messi á ferlinum.
Miami hefur byrjað ágætlega í MLS-deildinni og hefur sótt 21 stig úr tíu leikjum á tímabilinu en það situr í 4. sæti Austur-deildarinnar.
Messi hefur skorað níu mörk og gefið þrjár stoðsendingar á meðan Suarez hefur skorað fimm og gefið átta stoðsendingar.
That man Messi strikes again!
— Major League Soccer (@MLS) May 4, 2025
Patrick Mahomes is loving it. ???? pic.twitter.com/o0HXoxaqxa
Athugasemdir