Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
   lau 03. maí 2025 19:30
Elvar Geir Magnússon
Skilur vonbrigðin og reiðina
Mynd: Luton Town
West Bromwich Albion vann 5-3 sigur gegn Luton Town í lokaumferð Championship-deildarinnar í dag. Luton féll úr deildinni og hefur því fallið niður um tvær deildir á tveimur árum og spilar í League One, C-deildinni, á næsta tímabili.

„Þetta er sársaukafull stund fyrir okkur og alla sem tengjast félaginu," segir Matt Bloomfield, stjóri Luton.

„Frammistaðan í dag var gríðarleg vonbrigði í ljósi stöðunnar. Ég bið alla stuðningsmenn okkar sem ferðuðust um landið á þessu tímabili afsökunar. Við skiljum vonbrigði þeirra og reiði."

Luton hefði þurft að vinna leikinn í dag til að vera öruggt með að halda sæti sínu í Championship-deildinni.

Þetta var erfitt tímabil fyrir Luton en stjórinn Rob Edwards var látinn taka pokann sinn í janúar. Eftir magnaðan uppgang liðsins hefur það verið á hraðri niðurleið aftur.
Athugasemdir
banner