Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
   fös 02. maí 2025 23:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Slæm höfuðmeiðsli settu svartan blett á fallbaráttuslag
Mynd: EPA
Heidenheim 0 - 0 Bochum

Það kom upp hræðilegt atvik í botnbaráttuslag Heidenheim og Bochum í kvöld þegar Kevin Muller, markvörður Heidenheim, rotaðist.

Hann rotaðist í einvígi gegn Ibrahima Sissoko. Sissoko gat haldið leik áfram en leikurinn var stopp í tíu mínútur á meðan Muller þurfti aðhlynningu og var borinn af velli í kjölfarið.

Öllum var mjög brugðið en stuðningsmenn beggja lið klöppuðu fyrir honum þegar hann var borinn af velli.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið. Þetta var fyrsti leikurinn í 32. umferð en Buchum er á botninum, fjórum stigum frá fallumspilssæti þegar sex stig eru eftir í pottinum. Heidenheim er í umspilssætinu, fjórum stigum frá öruggu sæti.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 31 23 6 2 90 29 +61 75
2 Leverkusen 31 19 10 2 66 35 +31 67
3 Eintracht Frankfurt 31 16 7 8 62 42 +20 55
4 Freiburg 31 15 6 10 44 47 -3 51
5 RB Leipzig 31 13 10 8 48 42 +6 49
6 Dortmund 31 14 6 11 60 49 +11 48
7 Mainz 31 13 8 10 48 39 +9 47
8 Werder 31 13 7 11 48 54 -6 46
9 Gladbach 31 13 5 13 51 50 +1 44
10 Augsburg 31 11 10 10 33 42 -9 43
11 Stuttgart 31 11 8 12 56 51 +5 41
12 Wolfsburg 31 10 9 12 53 48 +5 39
13 Union Berlin 31 9 9 13 31 45 -14 36
14 St. Pauli 31 8 7 16 26 36 -10 31
15 Hoffenheim 31 7 9 15 40 58 -18 30
16 Heidenheim 32 7 5 20 33 60 -27 26
17 Holstein Kiel 31 5 7 19 45 74 -29 22
18 Bochum 32 5 7 20 30 63 -33 22
Athugasemdir
banner