Ef Tottenham og Manchester United klára sín einvígi í undanúrslitum Evrópudeildarinnar, sem miklar líkur eru á, verður það í sjötta sinn í sögu Evrópukeppna sem bæði félögin koma frá Englandi.
Það gerðist í fyrsta sinn 1971-72 þegar Tottenham og Wolves mættust í UEFA bikarnum. Spurs vann það tveggja leikja einvígi.
36 árum seinna mættust Man Utd og Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem United vann eftir vítaspyrnukeppni.
Vorið 2019 mættust Liverpool og Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Madríd og Liverpool vann þá 2-0 sigur. Chelsea og Arsenal mættust sama vor í Evrópudeildinni og Chelsea vann 4-1.
2021 vann svo Chelsea lið Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með marki frá Kai Havertz.
Það gerðist í fyrsta sinn 1971-72 þegar Tottenham og Wolves mættust í UEFA bikarnum. Spurs vann það tveggja leikja einvígi.
36 árum seinna mættust Man Utd og Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem United vann eftir vítaspyrnukeppni.
Vorið 2019 mættust Liverpool og Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Madríd og Liverpool vann þá 2-0 sigur. Chelsea og Arsenal mættust sama vor í Evrópudeildinni og Chelsea vann 4-1.
2021 vann svo Chelsea lið Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með marki frá Kai Havertz.
Man Utd er 3-0 yfir gegn Athletic Bilbao eftir fyrri undanúrslitaleikinn og Tottenham leiðir 3-1 gegn Bodö/Glimt. Spilað verður í Noregi og í Manchester næsta fimmtudag og þá kemur í ljós hvaða lið mætast á San Mames, heimavelli Athletic Bilbao, í úrslitaleiknum 21. maí.
Athugasemdir