Nkunku búinn að taka ákvörðun - Richarlison gæti snúð aftur til Everton - Rodrygo til Liverpool?
   sun 04. maí 2025 12:30
Brynjar Ingi Erluson
Timber gæti misst af seinni leiknum gegn PSG
Mynd: EPA
Jurrien Timber, varnarmaður Arsenal, gæti misst af seinni leik liðsins gegn Paris Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudag, en þetta sagði Mikel Arteta, stjóri félagsins, á blaðamannafundi í gær.

Timber byrjaði í hægri bakverðinum í fyrri leiknum gegn PSG en var ekki með Arsenal í 2-1 tapinu gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Eftir leikinn sagði Arteta að staða Timber væri óljós fyrir Meistaradeildarleikinn en Ben White byrjaði í stað hans í gær og gæti farið svo að hann fái tækifærið gegn PSG.

„Er ég bjartsýnn? Í augnablikinu er ég það ekki því hann var ekki klár í að spila í í gær og við eigum leik eftir þrjá daga,“ sagði Arteta.

Blaðamenn héldu áfram að spyrja Arteta út í Timber en hann sagðist ekki geta tjáð þeim frekari upplýsingar um stöðu hollenska varnarmannsins.

Arsenal er 1-0 undir í einvíginu og þarf að ná í hagstæð úrslit í Frakklandi til að komast í úrslit í fyrsta sinn síðan 2006.
Athugasemdir
banner