Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
   sun 04. maí 2025 05:55
Elvar Geir Magnússon
England í dag - Chelsea stendur heiðursvörð fyrir Liverpool
Það var kátt á hjalla hjá Mo Salah og félögum í Liverpool þegar liðið innsiglaði Englandsmeistaratitilinn fyrir viku síðan.
Það var kátt á hjalla hjá Mo Salah og félögum í Liverpool þegar liðið innsiglaði Englandsmeistaratitilinn fyrir viku síðan.
Mynd: EPA
Fjórir leikir eru á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar þennan sunnudaginn.

Brentford tekur á móti Manchester United. Vængbakvörðurinn Noussair Mazraoui varð fyrir meiðslum í Evrópuleiknum í liðinni viku og verður ekki með United í dag.

Hugur Manchester United er svo sannarlega á Evópudeildinni og Rúben Amorim segir að engin áhætta verði tekin varðandi meiðsli leikmanna í deildarleikjum.

West Ham mætir Tottenham. Son Heung-min er á meiðslalista Spurs en gæti hinsvegar snúið aftur fyrir seinni leikinn gegn Bodö/Glimt í Evrópudeildinni.

Brighton tekur á móti Newcastle og síðasti leikur helgarinnar er svo viðureign Chelsea og meistara Liverpool. Arne Slot, stjóri Liverpool, segir að hann verði duglegur að dreifa mínútum á leikmenn sína í lokaleikjum tímabilsins.

Leikmenn Chelsea munu standa heiðursvörð fyrir Liverpool liðið fyrir leik.

ENGLAND: Premier League
13:00 Brentford - Man Utd
13:00 Brighton - Newcastle
13:00 West Ham - Tottenham
15:30 Chelsea - Liverpool
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 34 25 7 2 80 32 +48 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 34 19 5 10 65 44 +21 62
5 Chelsea 34 17 9 8 59 40 +19 60
6 Nott. Forest 34 18 6 10 53 41 +12 60
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
10 Brighton 34 13 12 9 56 55 +1 51
11 Brentford 34 14 7 13 58 50 +8 49
12 Crystal Palace 34 11 12 11 43 47 -4 45
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 34 10 9 15 39 47 -8 39
16 Tottenham 34 11 4 19 62 56 +6 37
17 West Ham 34 9 9 16 39 58 -19 36
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner