
„Mér fiinnst eins og við hefðum átt að vinna þennan leik," sagði Vilhelm Ottó Biering Ottósson, leikmaður Þórs, eftir jafntefli liðsins gegn HK í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar í kvöld.
„Vonsvikinn að fá þetta mark á okkur. Við verðum að taka þetta með okkur á koddann og gera betur og koma graðir í næsta leik."
„Vonsvikinn að fá þetta mark á okkur. Við verðum að taka þetta með okkur á koddann og gera betur og koma graðir í næsta leik."
Lestu um leikinn: Þór 1 - 1 HK
Vilhelm var svekktur að liðinu hafi ekki tekist að skora sigurmarkið í seinni hálfleik.
„Við vorum eitthvað stressaðir í byrjun en náðum að svara rétt fyrir hálfleik. VIð komum sterkir til baka og lágum á þeim allan seinni hálfleik. Þeir voru heppnir að við hefðum ekki skorað tvö til þrjú mörk," sagði Villi.
Athugasemdir